Dóra Hansen húsgagna- og innanhússarkitekt er menntuð frá Kaupmannahöfn. Hennar aðalstarf er innanhússhönnun en hún hefur starfað með eittA innanhússarkitektum frá árinu 1995. Undanfarin ár hefur hún jafnframt unnið að húsgagnahönnun sem og tekið að sér kennslu og sýningastjórnun.

Íslensk náttúra, virðing fyrir henni og þær andstæður sem einkenna náttúru landsins hafa mótað Dóru sem hönnuð. Hún leikur sér að samspili efnis við formið og leggur áherslu á að notast við íslenskan efnivið og framleiðslu. Húsgögn Dóru unnin úr staðbundnu hráefni svo sem rekavið, íslensku lerki, ull og birki hafa vakið mikla athygli og skapað henni sérstöðu.

Íslenskur efniviður er ekki alltaf auðfáanlegur og, sem dæmi þurrkar Dóra allan rekavið sjálf áður en hann er nothæfur sem smíðaviður.