Loftlampi úr íslenskum við; lerki eða rekavið. Form TINDS er hefðbundið en sérstaða hans og fegurð fellst í grófum efnivið og áferð. Lampinn lýsir jafnt beint niður og til hliðar þar sem viðurinn endurkastar mjúkri birtu milli rimlanna sem skilar sér í mildu skuggaspili á veggi og loft rýmisins. Lampinn hangir úr lofti í þremur stillanlegum vírum og er lokaður að neðan með plexigleri. Eitt perustæði fyrir glóperu. TINDUR 1. hentar best hangandi neðarlega t.d. yfir borði eða móttöku.
Smelltu hérna til að kaupa TIND