Útibekkurinn er afrakstur samstarfs við Make by þorpið skapandi samfélags á Austurlandi og VHE húseiningar í Fellabæ. Markmið var að hanna og framleiða úr staðbundnum efnivið fyrir staðbundna framleiðslu, bekkurinn er unnin úr grisjunarvið og umframsteypu. Lerkið er sérlega góður viður í útihúsgögn því að viðurinn hefur náttúrulega viðarvörn. Steypan varð fyrir valinu því að viðurinn spilar fallega með henni, hún er þung og gerir bekkinn stöðugan, steypan fer einnig vel í manngerðu umhverfi. Hugmyndin var að framleiða bekkinn í nokkrum stærðum og gerðum, hann er ekki kominn í framleiðslu.

